AIC – ÍSLAND / ICELAND
Isavia ANS ehf., Reykjavíkurflugvelli, 102 Reykjavík /
Isavia ANS, Reykjavik Airport, IS-102 Reykjavik, Iceland
Sími / Telephone: + 354 424 4000
ais@isavia.is
http://www.isavia.is/ 

 
AIC A 11/2024
Effective from  29 NOV 2024
Published on 29 NOV 2024
 

 
Ráðstafanir gegn brautar- og ökubrautarátroðningi /
Runway and taxiway incursion

Efnisleg ábyrgð: Samgöngustofa

1 Upplýsingar og tilmæli

Akstur flugvéla að og frá flugbrautum er mögulega einn hættumesti hluti flugs vegna nálægðar við aðrar flugvélar, ökutæki og fólk.
Á síðustu árum hafa atvik sem fela í sér brautarátroðning, þ.e. að flugvél, ökutæki eða fólk fer inn fyrir öryggissvæði flugbrautar
án heimildar, aukist umtalsvert. Þá hefur orðið aukning á akbrautarátroðningi, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli eftir að ný ökubraut MIKE var tekin í notkun.
Að gefnu tilefni vill Samgöngustofa koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum og tilmælum til flugmanna, flugumferðarstjóra og ökumanna á flugvöllum.
 
 

2 Orsakaþættir

Flugmenn, flugumferðarstjórar og ökumenn bifreiða og tækja á flugvöllum geta allir lent í brautarátroðningsatviki. Þegar brautarátroðningsatvik á Íslandi eru rýnd kemur í ljós að meirihluta þeirra má rekja til samskiptabrests milli flugmanna og flugumferðarstjóra eða vegna mistaka í akstri flugvéla eða annarra farartækja.
Sem dæmi um orsakaþætti atvika má nefna að ekki er farið eftir fyrirmælum frá flugumferðarstjórn, heimildir eru ekki lesnar rétt til baka og að fyrirmæli eru misskilin.
Einnig eru mörg dæmi um að flugmenn virði ekki stöðvunarlínur, skilti og ljósmerkingar við flugbrautir þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að bíða við braut og aka ranga leið.
Mörg þessara atvika hefði verið hægt að koma í veg fyrir með árvekni flugmanna, ökumanna og flugumferðarstjóra.

3 Hvað er hægt að gera?

Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei má aka yfir stöðvunarlínur við flugbrautir án þess að hafa fengið heimild til þess frá flugumferðarstjórn. Hvort sem það er til flugtaks eða til að aka yfir flugbraut.
Ef minnsti vafi leikur á hvort heimild sé til staðar skal alltaf leita staðfestingar hjá flugumferðarstjórn.
 
 
  • Sýna fagmennsku og vandvirkni í talstöðvarsamskiptum. Ef einhver vafi leikur á fyrirmælum skal biðja um endurtekningu. Flugumferðarstjórar eru alltaf reiðubúnir að endurtaka eða útskýra frekar fyrirmæli.
  • Nota stöðluð orðtök (sjá AIC B 001/2022 um stöðluð íslensk orðtök til notkunar í flugfjarskiptum) Einnig má notast við ensk stöðluð orðtök samkvæmt ICAO DOC 4444.
  • Gott er að skrifa niður fyrirmæli ef hægt er.
  • Kynna sér vel yfirborðsmerkingar, skilti og ljósabúnað á flugvöllum.
  • Kynna sér akstursleiðir og skipulag flugvallarins áður en farið er í flug (athuga þá sérstaklega „hot spot“ svæði vallarins).
  • Kynna sér NOTAMs fyrir flugvöllinn (þar er oft að finna upplýsingar um framkvæmdir innan vallarins, óvirk ljós, lokanir o.s.frv.).
  • Hafa alltaf uppi kort af flugvellinum, helst útgefin AIP kort.
Þessi ráð eiga jafnt við á stjórnuðum og óstjórnuðum flugvöllum.
Þar sem ekki er flugumferðarþjónusta er mikilvægt að tilkynna fyrirætlanir sínar á tíðni flugvallarins eða fjarskiptatíðni sjónflugs 118.100/118.400 MHz eftir því sem við á og fylgjast vel með annarri umferð við völlinn fyrir lendingu eða flugtak.
 

4 Tengiliðir

Ef óskað er frekari upplýsinga, eða ef koma þarf athugasemdum á framfæri, vinsamlegast hafið samband við:
     Samgöngustofa
     Ármúli 2, 108 Reykjavík
 
Netfang / Email: fly@icetra.is

Sími / Phone:  +354 480 6000
 

 

 
Upplýsingabréf fellt út gildi:
AIC A 009/2022
 
Efni eftirfarandi NOTAM skeyta birt í þessu upplýsingabréfi:
Ekkert
 

ENDIR / END